Viðburðir

PálssonHirv dúettinn

10.06 2024

Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 16. júní. Páll Ragnar og Tui eru eins og alfræðiorðabækur þegar kemur að tónlist. Þau hafa  safnað að sér lögum frá ólíkum heimshornum sem þau svo raða saman á þannig hátt að útkoman verður eitthvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lögin eru bæði kunnugleg og minna þekkt.

Dagskráin er öll fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan.  

Lesa meira

Konur í jazzi á Gljúfrasteini

03.06 2024

Aðrir stofutónleikar sumarsins nálgast óðfluga! Sunnudaginn 9. júní næstkomandi mun húsið fyllast af hugljúfum ballöðum og dillandi latínópusum í flutningi Sunnu Gunnlaugs og Marínu Óskar. 

Lesa meira

Kári Egils fyrstur á stofutóneikum sumarsins

27.05 2024

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst með einleikstónleikum Kára Egilssonar sunnudaginn 2. júní. Kári var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars. Á efnisskránni verða tónsmíðar Kára og lög eftir aðra í einstökum útgáfum hans.

Lesa meira

Myndarheimili 

21.05 2024

Vordagskrá á Gljúfrasteini heldur áfram laugardaginn 25. maí kl. 14 með leiðsögn Birtu Fróðadóttur. Birta er starf­andi arki­tekt og lektor við arki­tekt­úr­deild LHÍ og mun í leiðsögninni beina sjón­um að til­urð húss­ins.

Lesa meira

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

15.05 2024

Á Gljúfrasteini höldum við alþjóðlega safnadaginn hátíðlegan. Í ár er þema dagsins: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Opið verður frá kl. 10 – 16 og frítt inn í tilefni dagsins. Gestir fá tækifæri til að hitta starfsfólk safnsins og fræðast og upplifa.  

Boðið verður upp á leiðsögn kl. 14 með sérstaka áherslu á Auði Sveinsdóttur og Erlend Guðmundsson í Unuhúsi.

Lesa meira

Leiðsögn um listaverkin

07.05 2024

Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Listasafni Íslands mun fjalla um listaverkin á Gljúfrasteini laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Verkin sem prýða Gljúfrastein eru eftir m.a. Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Kjarval.

Lesa meira

“Ásur þrjár og Ingur tvær”: Vinahópur Erlendar í Unuhúsi

29.04 2024

Undanfarið ár hefur sýningin „En honum á ég flest að þakka“ tekið á móti gestum í móttöku Gljúfrasteini. Þar er varpað ljósi á nána vináttu Halldórs Laxness og Erlendar Guðmundssonar, sem bjó alla ævi í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík. Laugardaginn 4. maí verður dagskrá á Gljúfrasteini þar sem varpað er ljósi á fleiri náin vinasambönd Erlendar. Sunneva Kristín Sigurðardóttir ræðir m.a. um vináttu Erlendar, Nínu Tryggvadóttur og Þórbergs Þórðarsonar. En Jón Karl Helgason mun fjalla um m.a. vináttu við Stefán Bjarman og Benedikt Stefánsson. 

Lesa meira

”Nú vil ég bara láta bjóða mér”

22.04 2024

”Nú vil ég bara láta bjóða mér”: Ósýnileg vinna og sjálfboðastörf vinstri kvenna í kalda stríðinu.

Lesa meira

„Snerting af skapandi anda og nýjum lífsskoðunum“: Rauðar heimsbókmenntir á Íslandi 1919-1943 

16.04 2024

Benedikt Hjartarson prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands heldur erindi á Gljúfrasteini sunnudaginn 20. apríl kl. 14.00

Lesa meira