Dísella Lárusdóttir, sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 10. júlí.
Söng- og leikkonan Katrín Halldóra og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 3. júlí.
Magnea Tómasdóttir, Kjartan Guðnason og Kjartan Valdemarsson flytja sönglög með nýjum blæ á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 26. júní næstkomandi.
Vigdís Hafliðadóttir og Baldvin Hlynsson flytja sænskar vísur með íslenskum og sænskum textum, nýjum og gömlum.
Vinirnir og tónlistarfólkið Salóme Katrín og Bjarni Daníel sameina krafta sína á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 12. júní.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst á sunnudaginn! Enginn annar en Mugison ríður á vaðið og syngur inn sumarið í stofunni af Gljúfrasteini.
Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí en yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Mikill er máttur safna. Íslandsdeild ICOM og FÍSOS skipuleggja daginn hér á Íslandi í sameiningu og má fylgjast með á síðu safnadagsins.
Í tilefni af safnadeginum verður frítt inn á Gljúfrasteini og lifandi leiðsögn.
Bandaríski bókmenntafræðingurinn Chay Lemoine mun halda fyrirlestur 15. maí kl. 15.00 á Gljúfrasteini, þar sem hann rekur rannsóknir sínar á afskiptum FBI og CIA af Halldóri Laxness.
Dagana 27. apríl – 1. maí fer rithöfundaþingið Iceland Writers Retreat fram í sjöunda sinn.
Í tengslum við bókmennta- og heilsuátakið #Laxness120 er boðið upp á göngu um Mosfellsdal á fæðingardegi Halldórs Laxness, 23. apríl.
Safnast verður saman við Mosfellskirkju kl. 10 og þaðan verður gengið að Gljúfrasteini, með viðkomu á völdum stöðum. Bjarki Bjarnason rithöfundur og leiðsögumaður mun leiða gönguna. Göngufólk getur átt von á að heyra lesin stutt brot úr verkum Halldórs Laxness og hlýða á fróðleiksmola um uppvaxtarár skádsins í dalnum. Gert er ráð fyrir að gangan muni taka um tvo tíma og enda á Gljúfrasteini þar sem sungið verður í hlaðinu og gefst göngufólki færi á að skoða sýningu um Sölku Völku í móttökunni á safninu.
Frítt er í gönguna og öll hjartanlega velkomin.