Í október verður opið á safninu alla daga nema mánudaga milli kl. 10 og 16.
Nú er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins sumarið 2023.
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir gera íslenskri tangótónlist skil í tali og tónum.
Magnús Jóhann býður upp á hugljúfa síðdegistónleika þann 13. ágúst.
Sunnudaginn 30. júlí verða sannkallaðir sumartónleikar á Gljúfrasteini. Fram koma Margrét Hrafnsdóttir, sópran, Pamela De Sensi á flautu og Guðríður St. Sigurðardóttir á píanó og flytja þær prógram sitt „Sólríka fuglatóna“ þar sem meðal annars verður frumflutt lag eftir Steingrím Þórhallsson, Vorkvæði, við texta eftir Halldór Laxness.
Bjarni Frímann píanóleikari, hljómsveitastjóri, kórstjóri og tónskáld mun spila á flygil skáldsins í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 23. júlí.
Sunnudaginn 16. júlí kemur Reynir del Norte fram á stofutónleikum Gljúfrasteins.
Sunnudaginn 9. júlí verða stofutónleikar númer 200 í stofu skáldsins.
Bríet kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 2. júlí.