Í sjötta þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri meðal annars frá ást sinni á bókinni Sölku Völku sem hún las fyrst þegar hún var unglingur.
Salka Valka var Silju opinberun og hún hefur verið hennar eftirlætissaga í rúm sextíu ár.
Í fimmta þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum er orðið hjá þeim manni sem þekkir sögu Halldórs Laxness betur en flestir en hann skrifaði ævisögu skáldsins sem kom út árið 2004. Þetta er Halldór Guðmundsson, rithöfundur
Í fjórða þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltamaður um ást sína á bókinni Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness.
Í þriðja þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar skáldkonan Elísabet Kristín Jökulsdóttir um ást sína á Halldóri Laxness ,,hann var meistarinn minn, hann var kennarinn minn, hann kenndi mér bara með því að ég las bækurnar hans, hann var aldrei með prik í skólastofu”.
Í öðrum þætti hlaðvarpsseríu Gljúfrasteins Með Laxness á heilanum kynnumst við Jökli Jónssyni, þrettán ára Reykvíkingi sem hefur lesið Barn náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness nokkrum sinnum.
Í fyrsta þætti hlaðvarpsseríu Gljúfrasteins sem ber heitið Með Laxness á heilanum talar Ragnar Kjartansson, listamaður um ást sína á verkum Halldórs
Nú hafa yfirvöld ákveðið að takmarkanir á samkomuhaldi vegna Covid 19 gildi til 27. ágúst næstkomandi. Á Gljúfrasteini er því miður ekki hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk og því er öllum tónleikum sem vera áttu í stofunni í sumar aflýst.
Nú hafa yfirvöld ákveðið að takmarkanir á samkomuhaldi vegna Covid 19 gildi til 27. ágúst næstkomandi. Á Gljúfrasteini er því miður ekki hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk og því er öllum tónleikum sem vera áttu í stofunni í sumar aflýst.
Kjöltuharpa og rafdrifnir steinar verða hljóðfærin í stofunni á næstu sumartónleikum Gljúfrasteins núna um verslunarmannahelgina.