Vordagskrá Gljúfrasteins heldur áfram en laugardaginn 27. maí verður gengið um skáldaslóðir í Mosfellsdal. Safnast verður saman við Gljúfrastein kl. 14 og þaðan verður gengið að Mosfellskirkju, með viðkomu á völdum stöðum. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og leiðsögumaður, mun leiða gönguna. Göngufólk getur átt von á að heyra lesin stutt brot úr verkum Halldórs Laxness og hlýða á fróðleiksmola um uppvaxtarár skáldsins í dalnum. Gert er ráð fyrir að gangan muni taka um tvo tíma.
Við bendum á að næg bílastæði eru við Jónstótt, hinum megin Köldukvíslar. Einnig er mögulegt að leggja bílum við Mosfellskirkju þar sem gangan endar. Frítt er í gönguna og öll velkomin!
Gangan er hluti af vordagskrá Gljúfrsteins 2023, hér má sjá dagskrána í heild. Hér má sjá bílastæðin við Jónstótt.