Stofutónleikar eftir árum

Sellóleikarinn Mstislav Rostropovich fagnar Halldóri, að loknum tónleikum í Kaupmannahöfn. Rostropovich er einn af mörgum kunnum hljóðfæraleikurum sem héldu tónleika á Gljúfrasteini.

Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006. Tónleikarnir fara fram hvern sunnudag frá byrjun júní til loka ágúst.

Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Bach var í miklu uppáhaldi hjá skáldinu. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem Gljúfrasteinn stefnir að.

Stofutónleikarnir eru alla sunnudaga frá júní til ágúst og hefjast kl. 16.00.