Stofutónleikar eftir árum

Sellóleikarinn Mstislav Rostropovich fagnar Halldóri, að loknum tónleikum í Kaupmannahöfn. Rostropovich er einn af mörgum kunnum hljóðfæraleikurum sem héldu tónleika á Gljúfrasteini.

Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006. 

Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Bach var í miklu uppáhaldi hjá skáldinu. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem Gljúfrasteinn stefnir að.

Stofutónleikarnir eru alla sunnudaga frá 15. ágúst - 26. september 2021 og hefjast kl. 16.00.