Hljóðleiðsögn

Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið sem er á íslensku, ensku, dönsku, þýsku eða sænsku þar má m.a. heyra raddir Auðar og Halldórs Laxness. Hægt er að fá textaleiðsögn um húsið á frönsku. Ennfremur er hægt að óska eftir leiðsögn fyrirfram á öðrum tungumálum með starfsmönnum hússins.

Hægt er að bóka leiðsögn með starfsfólki en gestum er ráðlagt að bóka fyrirfram með því að senda tölvupóst á gljufrasteinn [hjá] gljufrasteinn.is eða hringja í síma 586-8066.

Þáttaröðin Litli rauði trékassinn fjallar um vinskap Erlendar og Halldórs Laxness, Nínu Tryggvadóttur og Þórbergs Þórðarsonar. Þættirnir eru aðgengilegir í spilara RÚV.

Erlendur í Unuhúsi er yfir og allt um kring á Gljúfrasteini þessa dagana. Sýning um hann opnaði í móttöku safnsins þann 3. júní 2023 undir yfirskriftinni „En honum á ég flest að þakka“. Á sýningunni má meðal annars sjá ljósmyndir af Erlendi í góðra vina hópi og orgel í anda organistans í Atómstöðinni, en Erlendur var fyrirmynd þeirrar persónu að hluta. Sýningarskrá samanstendur af ljósmyndum og umfjöllun um Erlend, Unuhús og gesti þess auk þess sem sjónum er beint að vinskap Erlendar og Halldórs Laxness. Hönnuður sýningarinnar um Erlend er Unnar Örn Auðarson. Sýningin stendur yfir í móttöku safnsins í allt sumar. 

Til baka í viðburði