Erlendur í Unuhúsi er yfir og allt um kring á Gljúfrasteini þessa dagana. Sýning um hann opnaði í móttöku safnsins þann 3. júní 2023 undir yfirskriftinni „En honum á ég flest að þakka“. Á sýningunni má meðal annars sjá ljósmyndir af Erlendi í góðra vina hópi og orgel í anda organistans í Atómstöðinni, en Erlendur var fyrirmynd þeirrar persónu að hluta. Sýningarskrá samanstendur af ljósmyndum og umfjöllun um Erlend, Unuhús og gesti þess auk þess sem sjónum er beint að vinskap Erlendar og Halldórs Laxness. Hönnuður sýningarinnar um Erlend er Unnar Örn Auðarson. Sýningin stendur yfir í móttöku safnsins í allt sumar.
Til baka í viðburði