Tveir Frakkar og Laxness

Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson munu syngja og spila á síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 7. nóvember kl. 16.

Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson munu syngja og spila á síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 7. nóvember kl. 16.

Á efniskránni verða verk eftir Gabriel Fauré, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Francis Poulenc. Hérna fylgir með myndband sem tekið var upp í stofunni á Gljúfrasteini í júní 2020. Þar sem Hallveig og Árni Heimir fluttu, Les Chemins de l'amour (Poulenc)

Tónleikagestir eru vinsamlega beðnir um að hafa grímur.

Miðar verða seldir í safnbúðinni á Gljúfrasteini samdægurs. Verð 3.500 kr. 

Til baka í viðburði