Á mörkum þess tilraunakennda og hefðbundna - Sigrún Jónsdóttir á Gljúfrasteini

Raftónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir mun syngja og leika eigin lög á stofutónleikum Gljúfrasteins 31. júlí næstkomandi.  Sigrún hefur skapað einstakan hljóðheim og með rödd sinni þræðir hún saman mörk hins tilraunakennda og þess hefðbundna.  

Sigrún Jónsdóttir raftónlistarkona

Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari, söngvari og tónlistarkennari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út fjórar smáskífur, meðal annars plötuna Onælan 2018. Þar má heyra þann tilraunakennda raftónlistarheim, sem Sigrún hefur síðan haldið áfram að þróa.  

Hér má sjá myndband af Sigrúnu flytja lag sitt 'Hringsjá' við Kleifarvatn.

Hér er tengill á Spotify síðu Sigrúnar.


Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt. 

Hér má sjá dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni. 

Til baka í viðburði