Flautuhópurinn Viibra á stofutónleikum á Gljúfrasteini

Flautuhópurinn Viibra flytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Hilmu Kristínu Sveinsdóttur og Pauline Oliveros, sunnudaginn 17. október kl. 16, í stofunni á Gljúfrasteini.

Hópurinn hefur unnið náið saman við gerð plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Útópíu og á ýmsum tónleikaferðalögum í kjölfarið. Á efnisskránni verða tveir frumflutningar, nýjar útsetningar og önnur verk fyrir flautuhópa. Meðlimir Viibru eru: Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. 

Tónleikar verða haldnir á sunnudögum til 7. nóvember. Sjá nánar hér

Ljósmyndari: Santiago Felipe


 

Til baka í viðburði