Sigríður Hagalín, Magnús Jochum, Þórdís Helga og Þórdís Gísla lesa upp
28/11 2023Á aðventunni lesa höfundar upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Upplestrar fara fram fjóra sunnudaga fyrir jól enda er fátt notalegra í skammdeginu en að hlýða á góðar bókmenntir.
Sunnudaginn 3. desember munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum:
Magnús Jochum Pálsson - Mannakjöt
Sigríður Hagalín Björnsdóttir - Deus
Þórdís Gísladóttir - Aksturslag innfæddra
Þórdís Helgadóttir - Armeló
Dagskráin hefst kl. 15 og stendur í um klukkustund. Frítt er inn á viðburðinn. Öll hjartanlega velkomin, sjáumst á Gljúfrasteini.
Hér má sjá dagskrá aðventuupplestranna í heild sinni.
_800_450.png)
Þórdís Helgadóttir, Magnús Jochum Pálsson, Þórdís Gísladóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.