Ó María - Leikfélag Mosfellsbæjar á Gljúfrasteini

Söngur, grín og gleði ráða för á tónleikum Leikfélags Mosfellsbæjar á Gljúfrasteini næsta sunnudag. Félagar úr Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar flytja lög úr ýmsum áttum sem flutt voru í söngleiknum ‘Ó María’ sem saminn var til heiðurs Maríu Guðmundsdóttur leikkonu leikfélagsins.

Leikfélag Mosfellsbæjar á sýningu sinni 'Ó María'

Hljómsveit félagsins skipa Sigurjón Alexandersson gítarleikari, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanisti, Loftur Loftsson bassaleikari og Þorsteinn Jónsson trommuleikari. Söngvarar leikfélagsins eru þau Emma Eyþórsdóttir, Agnes Emma Sigurðardóttir, Valgerður Kristín Dagbjartsdóttir, Bjartur Sigurjónsson, Ása Óðinsdóttir og Jokka Birnudóttir.   

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.   

Hér má sjá dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni. 

Til baka í viðburði