Bríet á Gljúfrasteini

28/06 2023

Hin eina sanna Bríet kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 2. júlí. Hún ætlar að flytja lög af plötu sinni „Kveðja Bríet“ í rólegum og hugljúfum búningi ásamt Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Tómasi Jónssyni. Búast má við töfrandi stund þar sem einlægni verður í fyrirrúmi. 

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.    

Hér má sjá dagskrá sumarsins í heild sinni. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2023 er haldin í samstarfi við vinafélag Gljúfrasteins

 

Bríet verður á rólegum nótum í stofunni á Gljúfrasteini.