AFLÝST - Upplestur 18. desember: Núningur, Urta, Brimhólar og Takk fyrir komuna
13/12 2022UPPFÆRT: Við þurfum því miður að aflýsa upplestrinum sem átti að fara fram í dag vegna slæmrar færðar í Mosfellsdal. Farið varlega í þessu fallega en mikla vetrarveðri.
Á aðventunni lesa höfundar upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Jólabókaflóðið er aldeilis spennandi í ár og Gljúfrasteinn fer ekki varhluta af því. Fjórða sunnudag í aðventu, þann 18. desember, munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum:
Elín Edda Þorsteinsdóttir - Núningur
Gerður Kristný - Urta
Guðni Elísson - Brimhólar
Meistaranemar í ritlist - Takk fyrir komuna
Upplestrar fara fram á hverjum sunnudegi á aðventunni klukkan 15. Dagskráin stendur í klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.
Njótum aðventunnar á Gljúfrasteini.

Elín Edda, Guðni Elísson, Gerður Kristný og meistaranemar í ritlist lesa upp á Gljúfrasteini sunnudaginn 18. desember.