Dísella Lárusdóttir og Helga Bryndís á Gljúfrasteini
05/07 2022Dísella Lárusdóttir, sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 10. júlí. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af sönglögum og óperuaríum eftir Schubert, Puccini, Donizetti, Strauss og fleiri.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.
Hér má sjá dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni.

Helga Bryndís Magnúsdóttir og Dísella Lárusdóttir verða á klassískum nótum á stofutónleikum Gljúfrasteins.