Safnadagurinn 18. maí
16/05 2022Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí en yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Mikill er máttur safna.
Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí en yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Mikill er máttur safna. Íslandsdeild ICOM og FÍSOS skipuleggja daginn hér á Íslandi í sameiningu og má fylgjast með lifandi síðu safnadagsins.
Í tilefni af safnadeginum verður frítt inn á Gljúfrasteini og lifandi leiðsögn.
