Upplestrarkvöld í Iðnó með Andrej Kúrkov

Þann 7. september næstkomandi mun úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov koma fram á upplestrarkvöldi í Iðnó í tilefni af Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness. Með Kúrkov munu höfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir einnig lesa. Kynnir er Hallgrímur Helgason.

Að viðburðinum standa Forlagið útgáfa, Gljúfrasteinn / Laxness Museum og Bókmenntahátíð í Reykjavík / The Reykjavík International Literary Festival.             

Upplestrarkvöldið hefst klukkan 20.00.

Til baka í viðburði