Upplestur 27. nóvember: Eden, Lungu, Allt sem rennur, Gegn gangi leiksins

Nú er aðventan á næsta leiti og komið að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Jólabókaflóðið er aldeilis spennandi í ár og Gljúfrasteinn fer ekki varhluta af því. Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 27. nóvember, munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum:

Auður Ava Ólafsdóttir - Eden
Bergþóra Snæbjörnsdóttir - Allt sem rennur
Bragi Ólafsson - Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr
Pedro Gunnlaugur Garcia - Lungu

Upplestrar fara fram á hverjum sunnudegi á aðventunni klukkan 15. Dagskráin stendur í klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.


Njótum aðventunnar á Gljúfrasteini.


 

Til baka í viðburði