Ávarp undan sænginni

Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir flytja lög af plötunni Ávarp undan sænginni, 10. október í stofunni á Gljúfrasteini. Með þeim spila Ómar Guðjónsson á gítar og Davíð Þór Jónsson á píanó. 

Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir flytja lög af plötunni Ávarp undan sænginni, 10. október kl. 16, í stofunni á Gljúfrasteini. Með þeim spila Ómar Guðjónsson á gítar og Davíð Þór Jónsson á píanó. Á þessari nýju plötu eru tíu lög við kvæði íslenskra skálda og eru helstu umfjöllunarefnin ást og söknuður. Tvö lög eru þar við ljóð eftir Halldór Laxness; Þú kysstir mína hönd og Stríðið ort í orðastað Bjarts í Sumarhúsum. Platan er komin út á geisladiski og er á Spotify og öðrum tónlistarveitum, auk þess sem vínilplata er væntanleg. Titilli plötunnar eru sóttur í ljóð Kristínar Svövu Tómasdóttur, Ávarp undan sænginni (Blótgælur, 2007)

Tónleikar verða haldnir á sunnudögum til 7. nóvember. Sjá nánar hér

Til baka í viðburði