Fjölbreytt fiðludagskrá með Gretu Salóme 

13/06 2023

Greta Salóme kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 18. júní. Henni til halds og trausts verður gítarleikarinn Gunnar Hilmarsson, en þau munu leika fjölbreytta dagskrá þar sem söng og fiðluleik er fléttað saman. Efnisskráin samanstendur af poppi, klassík, djass og öllu þar á milli og verður eitthvað á boðstólum fyrir alla.   

Greta Salóme hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún stimplaði sig inn í hjörtu landsmanna þegar hún tók þátt í Eurovision–söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 2012. Hún er Mosfellingur og verður því á heimavelli á Gljúfrasteini um helgina. 

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.    

Hér má sjá dagskrá sumarsins í heild sinni. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2023 er haldin í samstarfi við vinafélag Gljúfrasteins


 

Greta Salóme verður með fiðluna á lofti á stofutónleikum Gljúfrasteins.