Skoðunarferðir

Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, dönsku, þýsku eða sænsku þar sem má m.a. heyra raddir Auðar og Halldórs Laxness. Hægt er að fá textaleiðsögn um húsið á frönsku. Enn fremur er hægt að óska eftir leiðsögn fyrir fram á öðrum tungumálum með starfsmönnum hússins.

Í móttökuhúsinu er hægt að bóka í skoðunarferðir en gestum er ráðlagt að bóka fyrir fram með því að senda tölvupóst á gljufrasteinn@gljufrasteinn.is eða hringja í síma 586-8066.