Með Laxness á heilanum allan sólarhringinn
12/11 2021Hlaðvarpsþættirnir "Með Laxness á heilanum" eru opnir hvar og hvenær sem er.
Hlaðvarpsþættirnir "Með Laxness á heilanum" eru opnir hvar og hvenær sem er. Þættirnir eru sex talsins þar sem rætt er við fólk sem hefur sérstakt dálæti á verkum Halldórs. Í sjötta þætti hlaðvarpsins segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri meðal annars frá ást sinni á bókinni Sölku Völku sem hún las fyrst þegar hún var unglingur. Salka Valka var Silju opinberun og hún hefur verið hennar eftirlætissaga í rúm sextíu ár.
Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir.
Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtali við Pétur Pétursson, þul á Gljúfrasteini árið 1987.

Silja Aðalsteinsdóttir