Kristín og Kristinn Örn á klassískum nótum

02/06 2025

Á fyrstu tónleikum sumarsins munu Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Kristinn Örn píanóleikari flytja lög eftir íslensk og erlend tónskáld sunnudaginn 8. júní kl. 16.00. 
Kristín Sveinsdóttir hefur átt farsælan feril sem söngkona í Vínarborg, La Scala í Mílanó og komið fram hér heima meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er ein af stofnendum Kammeróperunnar og hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. 

Kristinn Örn Kristinsson er virtur píanóleikari og kennari, sem hefur kennt og haldið tónleika víða um Evrópu. Hann er einn af stofnendum Allegro Suzuki tónlistarskólans og hefur átt farsælan feril sem píanókennari, meðleikari og tónlistarstjórnandi. 

Hér má sjá dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni.

Hjartanlega velkomin á notalega tónleika í stofunni á Gljúfrasteini.

Aðgangseyrir er 3.900 kr. og eru miðar seldir í afgreiðslu Gljúfrasteins á tónleikadegi.   

Kristín Sveinsdóttir. Ljósmynd: Hrefna Björg Gylfadóttir