Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima, stóð Gljúfrasteinn fyrir tónleikum þann 1. september. Á tónleikunum komu fram þau Halldór Sveinsson, píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og léku nokkrar vel valdar íslenskrar dægurlagaperlur, m.a eftir Sigfús Halldórsson, Þórarinn Guðmundsson og Jón Múla.
Sjá nánar um hátíðina. Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.