Vefurinn Innansveitarkronika

Innansveitarkronika 1970

Vefurinn Innansveitarkronika markaði tvímælalaust tímamót í útgáfu á verkum Halldórs Laxness þegar hann var opnaður í apríl 2015. Með opnun vefjarins gafst notendum í fyrsta sinn kostur á að lesa bókina í heild sinni sem rafbók, hlusta á upplestur skáldsins og afla sér fróðleiks um sögusviðið og sögupersónur. Upphaflegt markmið verkefnisins var einnig að miðla skáldverki eftir Halldór Laxness á nýstárlegri hátt en áður hafði verið gert og varpa ljósi á tengsl verka hans við heimasveit skáldsins, Mosfellssveitina.

Vefurinn um Innansveitarkroniku byggir á samstarfi Gljúfrasteins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Ríkisútvarpsins, Forlagsins, verkfræði – og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og fjölskyldu Halldórs Laxness. 

Smellið hér til að fara á vefinn