Stofutónleikaröð 2023

Stofutónleikar eru alltaf kl. 16 og aðgangseyrir er 3.500 kr. 

 

JÚNÍ 
4. júní Ólöf Arnalds vermir hjörtu tónleikagesta með ljúfsárum lögum sínum og ljóðum.
11. júní Una Torfa og CeaseTone töfra fram tónlist Unu í fallegum búningi. 
18. júní Gréta Salóme syngur og leikur á fiðluna í stofunni á Gljúfrasteini. 
25. júní Anna Gréta og Johan Tengholm bjóða upp á blandaða tónleikadagskrá. 

 

JÚLÍ 
2. júlí Bríet leikur lög sín í rólegri búningi þar sem einlægni og kósíheit eru í fyrirrúmi. 
9. júlí Diddú og Davíð Þór Jónsson koma fram á tvöhundruðustu tónleikum safnsins! 
16. júlí Reynir Hauksson leikur á gítarinn í stofunni á Gljúfrasteini. 
23. júlí Bjarni Frímann verður við flygilinn í stofunni á Gljúfrasteini. 
30. júlí Pamela De Sensi, Guðríður St. Sigurðardóttir og Margrét Hrafnsdóttir flytja sólríka fuglatóna. 

 

ÁGÚST 
6. ágúst Karl Olgeirsson leikur ættjarðarlög og þjóðlög með jazzívafi.  
13. ágúst Magnús Jóhann lætur píanótóna svífa um stofuna á Gljúfrasteini. 
20. ágúst Þorgerður Ása og Ásta Soffía gera íslenskri tangótónlist skil í tali og tónum. 
27. ágúst Kolbeinn Ketilsson tenór og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari.


Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2023 er haldin í samstarfi við vinafélag Gljúfrasteins