Laxnesshátíð

Halldór Guðjónsson eins árs eða tveggja ára.

Árið 2012 var efnt til Laxnesshátíðar í tilefni af því að 110 ár voru liðin frá frá fæðingu Halldórs Laxness en Halldór var fæddur þann 23. apríl 1902. Í tilefni afmælisins voru ýmsir atburðir á döfinni, þar á meðal kvikmyndahátíðin Laxness í lifandi myndum, sem fram fór í Bíó Paradís, sýning sem bar yfirskriftina Bernska skálds í byrjun aldar var á Landsbókasafni, gönguferðir og tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu. 

Kvikmyndahátíðar Laxness í lifandi myndum stóð frá 23. – 28. apríl 2012 í samvinnu við Bíó Paradís, Ríkisútvarpið og fleiri aðila. Þetta var sannkölluð kvikmyndaveisla en sýndar voru myndir sem byggðar eru á verkum Halldórs Laxness. Meðal annars var sænska kvikmyndin Salka Valka sýnd frá 1954. Brekkukotsannál sem sýnd var á RÚV árið 1973 var sýnd og var það í fyrsta skipti sem myndin var sýnd í lit á hvíta tjaldinu. Einnig voru sýndar myndirnar Ungfrúin góða og húsið, Kristnihald undir Jökli, Silfurtunglið, Lilja, Atómstöðin og Paradísarheimt.

21. apríl 2012 Var boðið upp á gönguferðin í Reykjavík undir leiðsögn Péturs Ármannssonar arkitekts. Gangan hófst við Laugaveg 32 og var gengið um slóðir Laxness í borginni. Gangan var í samvinnu við Vinafélag Gljúfrasteins.

22. apríl 2012 Kammerkór Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar kom fram í Hörpu og flutti dagskrána Úr ljóðum Laxness. 

23. apríl 2012 Sýning í Þjóðarbókhlöðu var opnuð á afmælisdegi skáldsins. Yfirskriftin var Bernska skálds í byrjun aldar þar sem lögð var áhersla á æsku Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi. Hann var fæddur þann 23. apríl 1902 að Laugavegi 32 í Reykjavík. Þriggja ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum að Laxnesi í Mosfellsdal þar sem hann sleit barnsskónum.  Sýndir eru munir, skjöl og bækur frá því að hann var barn í Mosfellssveit í upphafi tuttugustu aldar. Sýningin stóð fram í september 2012.

1. maí Útgáfutónleikar á diski Tómasar R og félaga sem heitir einfaldlega Laxness. Tónlistin var af nýútkomnum diski hans sem hefur að geyma tónlist hans við heimildarmyndina Anti-American Wins Nobel Prize eftir Halldór Þorgeirsson eða Svarti listinn og Laxness í íslenskri útgáfu.  Auk þeirrar tónlistar eru á disknum tvö eldri lög sem Tómas gerði við ljóð Halldórs Laxness; S.S. Montclare sem Ragnhildur Gísladóttir syngur og Hjarta mitt í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Ásamt Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa, léku Davíð Þór Jónsson á píanó og básúnu, Ómar Guðjónsson á gítar, túbu og banjó og Matthías MD Hemstock á trommur. 

6. maí Ferðafélag Íslands og Vinafélag Gljúfrasteins stóðu fyrir gönguferð um Mosfellsdal með leiðsögumanni.