Halldór um þjóðfélagið

Klukkan var smíðuð hjá James Cowan í Edinburg án þess að smíðaárs sé getið, úrverkið er frá 1770, en kassinn sjálfur frá Borgundarhólmi í Danmörku. Í skáldsögu sinni Brekkukotsannál, lætur Halldór svona klukku næstum því tala. Klukkan stendur vaktina í bænum Brekkukoti og tifar Eilíbbð, Eilíbbð í eyru aðalsöguhetjunnar Álfgríms.

Halldór Laxness skrifaði um áratuga skeið í íslensk og erlend blöð og tímarit um allt milli himins og jarðar. Framan af ritaði hann ótölulegan fjölda ritgerða um þjóð sína og hvernig stuðla mætti að framförum hjá henni. Hann tók virkan þátt í stjórnmálaumræðum um langt árabil, ritaði um umhverfismál og landbúnað, auk menningarrýni af ýmsum toga, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var alla tíð umdeildur fyrir skoðanir sínar, enda beitti hann stílvopni sínu af fullu afli ef svo bar undir.

Hér á þessari síðu er hægt að lesa nokkrar greinar Halldórs í fullri lengd, og útdrætti og lýsingar á öðrum. Til þess að nálgast þessar greinar, smellið á krækjurnar hér fyrir neðan eða nýtið ykkur valmyndina hér að ofan.

 

  • „Hernaðurinn gegn landinu“ er grein eftir Halldór, birt hér í fullri lengd, sem upphaflega birtist í Morgunblaðinu árið 1970 og ári seinna í bókinni Yfirskygðir staðir. Þar fjallar Halldór um framkvæmdir í Laxá og Norðlingaöldulón í Þjórsárverum.
  • „Ræða 1. desember 1935“ er ræða sem Halldór Laxness hélt á fullveldisafmæli Íslendinga 1935 og útvarpað var frá svölum Alþingishússins.  Ræðan var prentuð árið 1937 í Dagleið á fjöllum og er hér birt í fullri lengd.
  • „Ræða til flutníngs á fullveldisdaginn 1. desember 1955" var prentuð í Gjörníngabók og birtist hér í fullri lengd.
  • Stórþjóðir og smáþjóðir“ er erindi sem Halldór flutti að Álfaskeiði í Hrunamannahreppi 26. júlí 1953.  Hún var síðar prentuð í Degi í senn sem kom út árið 1955. Greinin birtist hér í fullri lengd.
  • „Til varnar útigangshrossum“ er útdráttur úr stuttri grein sem Halldór skrifaði til varnar útigangshrossum og síðar var prentuð í Reisubókarkorni árið 1950.
  • „Fylliraftirnir“ er útdráttur úr grein sem Halldór skrifaði um drykkju Íslendinga árið 1945 og var prentuð í Sjálfsögðum hlutum árinu seinna.
  • „Ósiðaður maður og hirðulaust fólk“ er útdráttur úr greininni Þegar „Gagnrýni og menníng“ sem prentuð var í Sjálfsögðum hlutum árið 1946.
  • „Mannlíf á spjaldskrá“ er útdráttur úr grein sem Halldór skrifaði um stofnun íslenskrar hagstofu og birtist í Sjálfsögðum hlutum árið 1946.
  • „Landbúnaðarmál“ er útdráttur og umfjöllun um grein sem Halldór skrifaði árið 1942 og prentuð var í Vettvángi dagsins það sama ár.
  • „Sovétríkin“ er útdráttur úr og umfjöllun um greinar og bækur sem Halldór skrifaði um Sovétríkin. Hér er lýst ferðasögunni Í austurvegi (1933), ferðasögunni Gerska ævintýrið (1938) og greinasafninu Skáldatími (1963).
  • „Um þrifnað“ er útdráttur úr og lýsing á frægri grein Halldórs sem hann skrifaði í Hollywood og birti í Alþýðubókinni árið 1929.
  • „Raflýsíng sveitanna“ er útdráttur úr grein sem Halldór skrifaði á þriðja áratugnum en var ekki gefin út fyrr en árið 1986 í greinasafninu Af menníngarástandi.
  • „Af íslensku menníngarástandi“ eru lýsingar á greinum sem Halldór skrifaði um íslenskt menningarástand og birtust í Alþýðubókinni (1929), Sjálfsögðum hlutum (1946), Seiseijú, mikil ósköp (1977) og Af menníngarástandi (1986).