Árið 1968 sendi Halldór Laxness frá sér Kristnihald undir Jökli en þá voru átta ár liðin frá útkomu síðustu skáldsögu hans, Paradísarheimtar.
Sagan greinir frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína og heldur undir Jökul vopnaður segulbandi en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður enda fer Umbi að efast mjög um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í. Hann þvælist inn í veröldina undir Jökli sem kannski er ekki það versta heldur óvissan um eðli þess veruleika sem hann flækist í.
Meðal annarra persóna sem koma við sögu eru vopnabraskarinn Godman Sýngman og Úa, konan sem dregur Umba á tálar og skilur hann eftir ráðvilltan í þokunni í lok sögunnar. Hún er hvorttveggja í senn dýrlingur og gleðikona, og hefur bæði verið túlkuð sem hin eilífa kvenmynd og táknmynd lífsins.
Kristnihald undir Jökli kallast á við Vefarann mikla frá Kasmír sem kom út fjórum áratugum fyrr og hefur verið nefndur fyrsta íslenska nútímaskáldsagan. Kristnihaldið er margræð saga sem býður upp á ólíkar túlkanir, enda er hér fátt sem sýnist. Hún er enn einn óvæntur snúningurinn á ferli Halldórs því að með henni má segja að hann sláist í för með sér miklu yngri höfundum við að grafa undan þeirri íslensku sagnahefð sem hann hafði áður endurnýjað með eftirminnilegum hætti.
Fleyg orð
Meðal annarra persóna sem koma við sögu eru vopnabraskarinn Godman Sýngman og Úa, konan sem dregur Umba á tálar og skilur hann eftir ráðvilltan í þokunni í lok sögunnar. Hún er hvorttveggja í senn dýrlingur og gleðikona, og hefur bæði verið túlkuð sem hin eilífa kvenmynd og táknmynd lífsins.
Kristnihald undir Jökli kallast á við Vefarann mikla frá Kasmír sem kom út fjórum áratugum fyrr og hefur verið nefndur fyrsta íslenska nútímaskáldsagan. Kristnihaldið er margræð saga sem býður upp á ólíkar túlkanir, enda er hér fátt sem sýnist. Hún er enn einn óvæntur snúningurinn á ferli Halldórs því að með henni má segja að hann sláist í för með sér miklu yngri höfundum við að grafa undan þeirri íslensku sagnahefð sem hann hafði áður endurnýjað með eftirminnilegum hætti.
Fleyg orð
„Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni."
(41. kafli. Jón Prímus.)
„Það hefur aldrei þótt viðeigandi að skárra kvenfólk graðgaði í sig fiski á almannafæri hér undir Jökli."
(21. kafli. Fröken Hnallþóra.)
„Lýrik er viðbjóðslegasta rugl sem til er á jörðinni að guðfræði ekki undanskilinni."
(27. kafli. Dr. Godman Sýngmann.)
(41. kafli. Jón Prímus.)
„Það hefur aldrei þótt viðeigandi að skárra kvenfólk graðgaði í sig fiski á almannafæri hér undir Jökli."
(21. kafli. Fröken Hnallþóra.)
„Lýrik er viðbjóðslegasta rugl sem til er á jörðinni að guðfræði ekki undanskilinni."
(27. kafli. Dr. Godman Sýngmann.)