Halldór Laxness sendi frá sér á sjöunda tug bóka en þess ber að geta að sumar skáldsögurnar voru síðar felldar í eina bók. Ritsafn hans hefur því að geyma fimmtíu og eina bók. Verk hans eru hér talin upp í þeirri röð sem þau komu út og þess getið hvort um er að ræða skáldsögu (og þá hluta af hvaða verki), leikrit, ljóð, greinar, ferðasögur eða minningasögur:
- 1919 Barn náttúrunnar, skáldsaga
- 1923 Nokkrar sögur, smásögur
- 1924 Undir Helgahnúk, skáldsaga
- 1925 Kaþólsk við horf, ritgerð
- 1927 Vefarinn mikli frá Kasmír, skáldsaga
- 1929 Alþýðubókin, greinar
- 1930 Kvæðakver, ljóð
- 1931 Þú vínviður hreini (Salka Valka), skáldsaga
- 1932 Fuglinnn í fjörunni (Salka Valka), skáldsaga
- 1933 Fótatak manna, smásögur (sjá Þætti)
- 1933 Í Austurvegi, ferðasaga
- 1934 Straumrof, leikrit
- 1934 Sjálfstætt fólk I, skáldsaga
- 1935 Sjálfstætt fólk II, skáldsaga
- 1935 Þórður gamli halti, smásaga (sjá Þættir)
- 1937 Dagleið á fjöllum, greinar
- 1937 Ljós heimsins (síðar nefnt Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins) (Heimsljós), skáldsaga
- 1938 Gerska æfintýrið, ferðasaga
- 1938 Höll sumarlandsins (Heimsljós), skáldsaga
- 1939 Hús skáldsins (Heimsljós), skáldsaga
- 1940 Fegurð himinsins (Heimsljós, skáldsaga
- 1942 Vettvángur dagsins, greinar
- 1942 Sjö töframenn, smásögur (sjá Þætti)
- 1943 Íslandsklukkan (Íslandsklukkan), skáldsaga
- 1944 Hið ljósa man (Íslandsklukkan), skáldsaga
- 1946 Eldur í Kaupinhafn (Íslandsklukkan), skáldsaga
- 1946 Sjálfsagðir hlutir
- 1948 Atómstöðin, skáldsaga
- 1950 Reisubókarkorn, greinar
- 1950 Snæfríður Íslandssól, leikrit (upp úr Íslandsklukkunni)
- 1952 Gerpla, skáldsaga
- 1952 Heiman eg fór, skáldsaga/minningasaga
- 1954 Silfurtúnglið, leikrit
- 1954 Þættir, smásögur (fyrri smásagnasöfnum safnað saman)
- 1955 Dagur í senn, greinar
- 1957 Brekkukotsannáll, skáldsaga
- 1959 Gjörníngabók, greinar
- 1960 Paradísarheimt, skáldsaga
- 1961 Strompleikurinn, leikrit
- 1962 Prjónastofan Sólin, leikrit
- 1963 Skáldatími, greinar
- 1964 Sjöstafakverið, smásögur
- 1965 Upphaf mannúðarstefnu, greinar
- 1966 Dúfnaveislan, leikrit
- 1967 Íslendíngaspjall, greinar
- 1968 Kristnihald undir Jökli, skáldsaga
- 1969 Vínlandspúnktar, greinar
- 1970 Innansveitarkronika, skáldsaga
- 1970 Úa, leikrit (upp úr Kristnihaldi undir Jökli)
- 1971 Yfirskygðir staðir, greinar
- 1972 Guðsgjafaþula, skáldsaga
- 1972 Norðanstúlkan, leikrit (upp úr Atómstöðinni)
- 1974 Þjóðhátíðarrolla, greinar
- 1975 Í túninu heima, minningasaga I
- 1976 Úngur eg var, minningasaga III
- 1977 Seiseijú, mikil ósköp, greinar
- 1978 Sjömeistarasagan, minningasaga II
- 1980 Grikklandsárið, minningasaga IV
- 1981 Við heygarðshornið, greinar
- 1984 Og árin líða, greinar
- 1986 Af menníngarástandi, greinar
- 1987 Dagar hjá múnkum, minningabók