Sungið og leikið á ýmsa strengi

Dean Ferrell

Dean Ferrell og Sigurður Halldórsson sungu og léku á ýmsa strengi í stofunni 29. júní 2008. Á efnisskránni voru ýmis verk fyrir violone sem er forfaðir kontrabassans.

Dean Ferrell hefur lengi leikið og kynnt sér fjölskyldu bassans. Hann stundaði kontabassanám við The Juilliard School of Music, hefur verið meðlimur í Hong Kong Philharmonic, San Diego Symphony, San Jose Sympony, Pacific Symphony, Den Norske Opera, Íslensku óperunni og Sinfóníuhljómsveit Íslands árin 1990-93 og frá 1998. Dean tekur reglulega þátt í flutningi barokktónlistar hérlendis sem erlendis. Sjálfur segir Dean þetta þegar spurður um áhuga hans á bassanum: „Staðráðinn í að spila á flautu kom ég á hljómsveitaræfingu í grunnskóla þegar ég var ellefu ára. -Það getum við rætt inni á skrifstofunni minni, sagði stjórnandinn og hélt áfram: -hmm... getur þú komið með þennan bassa þarna fyrir mig? Svo spilaði hann nokkrar nótur á píanóið og bað mig um að finna þær á bassanum. Síðan spurði hann: -Á mamma þín station bíl?"

Sigurður Halldórsson sellóleikari hefur starfað sem einleikari og kammertónlistarmaður á Íslandi í um 2 áratugi. Hann hefur tekist á við fjölbreytilega tónlistarstíla, allt frá gregorsöng miðalda til nýjustu tónverkanna, og er m.a. meðlimur og einn stofnandi Caput hópsins. Auk þess starfar hann með Voces Thules, Camerarctica, Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Hann hefur komið fram á ótal alþjóðlegum listahátíðum og hljóðritað fjölda hljómdiska. Í yfir tvo áratugi hefur hann starfað með Daníel Þorsteinssyni píanóleikara og hafa þeir flutt stóran hluta tónbókmenntanna fyrir selló og píanó vítt og breitt um Ísland og austan hafs og vestan. Sigurður hefur leikið allar einleikssvítur Bachs á Sumartónleikum Skálholtskirkju og hljóðritað sellókonserta eftir Vivaldi með Bachsveitinni í Skálholti og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur gegnt starfi starfi listræns stjórnanda Sumartónleika í Skálholtskirkju síðan í desember 2004.

Efnisskrá

Sonata per Violoncello, I kaflí     Domenico Gabrieli  (1651-1690)   Siggi, Violoncello piccolo; Dean, Basso di Viola

„The Maid´s Viol Lesson"         Anonymous, English, ca. 1700       Siggi, Violoncello piccolo; Dean, söng og  Viola Tenore

Sonata per Violoncello, II kaflí     Domenico Gabrieli  (1651-1690)     Siggi, Violoncello piccolo; Dean, Basso di Viola

„No more shall meads be dec´k withe flow´rs"       Nicholas Lanier (1588-1666)   Siggi, söng og Viola Tenore, Dean, Basso di viola

Sonata per Violoncello, III kaflí     Domenico Gabrieli  (1651-1690)    Siggi, Violoncello piccolo; Dean, Basso di Viola

"The Maid with the Nut-brown Hair"     Traditional Irish                    Siggi, Viola Tenore, Dean, söng og Basso di Viola

Sonata per Violoncello, IV kaflí     Domenico Gabrieli  (1651-1690)    Siggi, Violoncello piccolo; Dean, Basso di Viola