Saga flautunnar í tali og tónum

Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir, flautur

Flautuleikararnir Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir léku og fræddu gesti um þróun flautunnar á stofutónleikum þann 20. júlí 2008.

Þær léku einleiks- og samleiksverk frá fyrstu dögum þverflautunnar til dagsins í dag og notuðust við hljóðfæri frá ýmsum tímum, barokkflautu og klassíska flautu auk nútímaflautunnar. Á efnisskránni kenndi ýmissa grasa, m.a. er Fantasía eftir Telemann, Sónata eftir Stamitz, Brilljant dúó eftir Kuhlau, Menúett og tríó eftir Beethoven, verkið „Samtal tveggja páfagauka” eftir Francaix og verk Elínar Gunnlaugsdóttur,  „Spil”. Þær Hallfríður og Magnea hafa unnið saman um tíu ára skeið, m.a. í flautudeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Hallfríður er leiðari og báðar hafa þær lagt sig sérstaklega eftir leik á upprunahljóðfæri.

Efnisskrá
Georg Friedrich Telemann: Fantasía
Johann Anton Stamitz: Capriccio Sónata
Friedrich Kuhlau: Brilljant dúó; Andante og Rondó
Ludwig van Beethoven: Menúett og Tríó
Jean Francaix: Samtal tveggja páfagauka
Elín Gunnlaugsdóttir: Spil