Sumardagurinn fyrsti á Gljúfrasteini

Varmárkórinn syngur inn sumarið í Gljúfrasteini. Tónleikarnir hefjast kl 15 og frítt er inn á safnið þennan dag.

Á dagskránni verða lög við texta Halldórs Laxness, ásamt vel völdum vor- og sumarlögum.

Varmárkórinn er kvennakór sem tók til starfa haustið 2019.

Kórinn er að hluta til skipaður fyrrverandi félögum Skólakórs Varmárskóla og dregur nafn sitt þaðan.

Markmið kórsins að syngja saman í góðum félagsskap og taka þátt í menningarlífi Mosfellsbæjar og víðar.

Söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson og spilar hann undir við þetta tilefni.

 

Sjáumst á Gljúfrasteini

Til baka í viðburði