Leiðsögn um listaverkin

Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Listasafni Íslands mun fjalla um listaverkin á Gljúfrasteini laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Verkin sem prýða Gljúfrastein eru eftir m.a. Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Kjarval.

Málverkið Sumar eftir Svavar Guðnason, keyptu Halldór og Auður á fyrstu sýningu Svavars eftir að hann sneri heim frá Danmörku árið 1945, við lok heimsstyrjaldarinnar. Sýningin var í Listamannaskálanum og vakti mikla athygli enda fyrsta heildstæða sýningin á abstraktmálverkum hér á landi og þótti marka tímamót í íslenskri myndlist. 

Halldór Laxness flutti erindi um Svavar Guðnason í útvarpi þegar Svavar var sjötugur og sagði: "Þegar maður virðir fyrir sér litróf Svavars Guðnasonar, verður ekki betur séð en þar ráði furðulegt blæbrigði af rauðu.......Það er vissulega ekki eiginlegt sólskin í málverki Svavars Guðnasonar, en allir sem sjá vilja, undrast hvílík birta býr í litrófi hans. Og útlendingar segja stundum þegar þeir sjá þennan litblæ Svavars sem sker sig úr innan um aðrar myndir: Þetta er birta Íslands."

Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Listasafni Íslands mun leiða gesti um Gljúfrasteini og fjalla um listaverkin í húsinu laugardaginn 11. maí kl. 14. Verkin sem prýða Gljúfrastein eru eftir m.a. Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Kjarval. Ólafur Ingi hefur starfað um árabil á Listasafni Íslands sem forvörður. Hann var sýningarstjóri 2015 á yfirlitssýningu um verk Nínu Tryggvadóttur og ritstýrði bók um hana ásamt Birtu Guðjónsdóttur, sem gefin var út í tengslum við sýninguna. Ólafur Ingi hefur rannsakað málverkafalsanir og gert grein fyrir niðurstöðum sínum í ræðu og riti.

Viðburðurinn hefst kl. 14 og er frítt inn. 

Hér má sjá vordagskrá Gljúfrasteins í heild sinni. 

Til baka í viðburði