Upplestrar á aðventunni

Halldór við skrifborðið í vinnustofu sinni, skömmu eftir að Gljúfrasteinn var byggður.

Tíunda árið í röð verður boðið upp á upplestra rithöfunda á Gljúfrasteini. Það er upplögð tilbreyting frá jólaamstrinu að setjast í stofu skáldsins þar sem rithöfundar og þýðendur stíga á stokk og lesa úr bókum sínum. Upplestrarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangur ókeypis.

Dagskráin er eftirfarandi:

1. desember
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir - Stúlka með maga
Sigurður Karlsson - þýddi Klefa nr. 6 eftir Rosa Liksom
Dagur Hjartarson –  Eldhafið yfir okkur
Þorsteinn frá Hamri – Skessukatlar

 

 

 

 

8. desember
Eiríkur Guðmundsson - 1983
Guðmundur Andri Thorsson - Sæmd
Ingunn Ásdísardóttir – þýddi Ó - sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen
Arngunnur Árnadóttir - Unglingar
Jón Kalman - Fiskar hafa enga fætur

15. desember
Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Bjarg
Sjón – Mánasteinnn
Þórdís Gísladóttir - Randalín og Mundi í Leynilundi
Sigrún Á. Eiríksdóttir - Minnisbók Mayu eftur Isabel Allende

22. desember
Vigdís Grímsdóttir - Dísusaga
Halldór Armand Ásgeirsson - Vince Vaughn í skýjunum
Eva Rún Snorradóttir – Heimsendir fylgir okkur alla ævi
Gerður Sif Ingvarsdóttir – þýddi Drakúla eftir Brams Stoker