Opnun sýningar á afmælisdegi Halldórs Laxness

23/04 2019

Í dag fögnum við afmælisdegi Halldórs Laxness og í tilefni dagsins verður opnuð sýning í Landsbókasafninu. Sýningin er samstarfssýning Gljúfrasteins, Landsbókasafnsins, Bókmenntaborgar Reykjavíkur og Forlagsins. Þar er  þess er minnst að Í ár eru liðin 100 ár frá útgáfu fyrstu bókar Laxness, Barns náttúrunnar. Skáldið var því rétt orðinn 17 ára þegar fyrsta bókin hans kom út. Af þessu tilefni mun Forlagið endurútgefa bókina og á Gljúfrasteini höfum við skreytt veggi móttökuhússins með setningum úr bókinni.

Hér eru nokkur dæmi.

...að bera sér eitt hálmstrá sem gæti bent til lífsins.
...fjólur hlaupa aldrei sjálfkrafa saman í vönd og kasta sér síðan í læk.
Það var einsog þéttur silfurperluvefur lægi yfir landinu