Greinar um Halldór

Halldór í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini árið 1980.

Mikið hefur verið skrifað um Halldór Kiljan Laxness, bæði hérlendis sem og erlendis. Hér eru birtar nokkrar greinar sem hafa birst um skáldið síðustu árin.

Til þess að nálgast þessar greinar, smellið á krækjurnar hér fyrir neðan eða nýtið ykkur valmyndina hér fyrir ofan.

Mikið hefur verið skrifað um Halldór Kiljan Laxness, bæði hérlendis sem og erlendis. Hér eru birtar nokkrar greinar sem hafa birst um skáldið síðustu árin.

 

Loksins, loksins“ er ritdómur um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Kristján Albertsson.

 

Hin frjálsa frásögn“ eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um skáldsögur Halldórs og vestræna sagnahefð.

 

Skeggræður gegnum tíðina eru samtöl sem Matthías Johannessen átti við Halldór Laxness.

 

Skáldið og Ríkisútvarpið“ eru minningar Péturs Péturssonar þular um Halldór í Ríkisútvarpinu.

 

Hvernig verður listaverk til? - Um vinnuaðferðir og skáldskaparviðhorf Halldórs Kiljans Laxness“ eftir Þröst Helgason fjallar um sköpunarferli Halldórs.

 

Atlantshafið ég einatt fór“ eftir Jóhann Hjálmarsson fjallar um ljóð Halldórs og för hans með skipinu S.S. Montclare í maí 1927.

 

Í lifandi myndum“ eftir Arnald Indriðason fjallar um dvöl Halldórs í Hollywood og kvikmyndir gerðar eftir bókum hans.

 

Sumarið ‘72“ eftir Björn G. Björnsson segir frá kvikmyndun Brekkukotsannáls.

 

Sjálfstætt fólk í Bandaríkjunum“ eftir Hallberg Hallmundsson segir frá viðtökum Sjálfstæðs fólks í Bandaríkjunum og þýðir hluta úr ritdómi eftir bandaríska bókmenntafræðinginn Brad Leithauser.

 

Íslandsklukkan í Þýskalandi“ segir frá þýðingum á verkum Halldórs í Þýskalandi.

 

Til þess að nálgast þessar greinar, smellið á krækjurnar hér fyrir ofan eða nýtið ykkur valmyndina hér til vinstri.