Stofutónleikaröð 2019

Stofutónleikar eru alltaf kl. 16:00 og er aðgangseyrir 2.500 kr.

 

JÚNÍ

2. júní Bubbi flytur ný lög af væntanlegri plötu sinni, Regnbogans stræti, ásamt því að taka nokkur vel valin eldri lög.

9. júní Nicola Lolli, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni, verk eftir Stravinsky og Schumann fyrir fiðlu og píanó.

16. júní Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í aldarfjórðung og bregða fyrir sig norrænum vísum, klassískri djasssveiflu og dillandi latíntakti.       

23. júní Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Þau munu spila ýmislegt af ferli Ragnheiðar auk laga af nýjustu plötu hennar, Töfrabörn.

30. júní GDRN syngur eigin lög í sérsniðnum útgáfum fyrir stofu skáldsins.

 

JÚLÍ

7. júlí Jófríður Ákadóttir (JFDR) flytur lágstemmdar útgáfur af tilraunakenndri popptónlist sinni. Hún mun spila á gítar ásamt systur sinni Ásthildi sem mun spila á píanó. 

14. júlí Guðný Guðmundsdóttir og Cary Lewis flytja tvær öndvegissónötur fyrir fiðlu og píanó eftir J. S. Bach og Cesar Franck.

21. júlí Schola cantorum mun flakka um lendur íslenskrar tónlistar þar sem dróttkvæði miðalda koma við sögu, veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar auk ljóða nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini.

28. júlí Barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson og píanóleikarinn Ammiel Bushakevit halda ljúfa ljóðatónleika.

 

ÁGÚST

4. ágúst Moses Hightower standa fyrir hljómþýðri stofustund af þeirra alkunnu snilld.

11. ágúst Björk Níelsdóttir, bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum syngur sérvalin verk ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur.

18. ágúst Magga Stína flytur úrval laga við ljóð Halldór Laxness auk laga eftir Megas.

25. ágúst Jóel Pálsson og Davíð Þór leika lausum hala í stofunni með djass viðsnúningum og hljómaþeytingi eins og þeim einum er lagið.