Ósiðaður maður og hirðulaust fólk

Sjálfsagðir hlutir 1946

Þegar hyllir undir að Íslendingar öðlist sjálfstæði undan dönsku krúnunni skrifar Halldór Laxness grein er nefnist „Gagnrýni og menníng“, og prentuð var síðar í Sjálfsögðum hlutum. Þar segir hann að þjóðin sé að rísa úr ösku eftir aldalanga erlenda kúgun.

„Nú gerum við kröfu til þess að heita siðmentuð þjóð og móðgumst við hvern þann sem kallar okkur eitthvað annað - en hinu megum við ekki heldur gleyma, að þessa kröfu verðum við fyrst og fremst að gera til okkar sjálfra. ... Við erum að stíga frammí ljós heimssögunnar sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Hvorki með vopni gulli né höfðatölu getum við skapað okkur virðíngu heimsins né viðurkenningu sjálfstæðis okkar, aðeins með menníngu þjóðarinnar. Vesalasta skepna jarðarinnar er ósiðaður maður; og hirðulaust ógagnrýnið fólk, lint í kröfum til sjálfs sín, sem kann ekki til verka og unir ómyndarskap, hneigt fyrir sukk og drabb, verðskuldar ekki að heita sjálfstæð þjóð og mun ekki heldur verða það.“ (187, 190)