Umhverfi Gljúfrasteins

Halldór í einni af gönguferðum sínum um Mosfellsdalinn árið 1950.

Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Gestir eru hvattir til að nýta sér gönguleiðirnar í nágrenni hússins sem stendur við ána Köldukvísl og er byggt í landi jarðarinnar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Garðurinn umhverfis húsið er opinn almenningi og hentugar gönguleiðir eru til dæmis upp með ánni, að Helgufossi og í átt að eyðibýlinu Bringum. Einnig er skemmtileg gönguleið niður með Köldukvísl í áttina að Guddulaug, Laxnesi og að Mosfellskirkju. Halldór sagði frá lauginni í einni bóka sinna og taldi vatnið sérlega heilnæmt og ljóst er að ískalt lindarvatnið úr Guddulaug svíkur engan.

Hér má nálgast gönguleiðakort af svæðinu með helstu kennileitum.