Safnbúð

Safnbúðin.

Í móttökuhúsinu á Gljúfrasteini má finna minjagripabúð safnsins en þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars má þar finna helstu verk Halldórs á íslensku, ensku, dönsku, þýsku og hollensku. Til viðbótar við bækur Halldórs má líka finna ævisögur og umfjöllunarefni um hann og verk hans. Það eru þó ekki bara bækur sem eru til sölu í safnbúðinni því þar má líka kaupa póstkort, bókamerki og blýanta merkta safninu. Þá eru til minnisbækur með munstrinu fræga sem prýddi flestar bækur Halldórs á íslensku og stuttermabolir með tilvitnun í Kristnihald undir Jökli auk annarra minjagripa.

Stuttermabolir með tilvitnun í Heimsljós. Fást bæði á íslensku og ensku. Stærðir XS-XXL. Einnig til í kvensniði.

Auð minnisbók með mynstrinu sem prýddi flestar bækur Halldórs á íslensku.

Bókin um Gljúfrastein, Halldór og Auði.