Pollapönk á stofutónleikum Gljúfrasteins.

Strákarnir í Pollapönki munu flytja samansafn af sínum bestu smellum á stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 12. ágúst.

Pollapönk var stofnað árið 2006 sem útskriftarverkefni leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands. Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason og Guðni Finnsson til liðs við sveitina, en þeir hafa báðir verið viðloðandi hljómsveitirnar Dr. Spock og Ensími. Heiðar og Haraldur voru meðlimir í hljómsveitinni Botnleðju.
Lagið Enga fordóma var framlag Íslands til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2014 sem haldin var í Danmörku. 
Pollapönk lofa góðri skemmtun á Gljúfrasteini fyrir alla. Krakka með hár og kalla með skalla.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði