Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný flytja sönglög á stofutónleikum

Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja íslensk og erlend sönglög á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 1. júlí.

Á efnisskránni verða sönglög eftir Franz Schubert og Robert Schumann, auk verka eftir Þórarin Guðmundsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Ásgeirsson við ljóð Halldórs Laxness.

Stórsöngvarann Kristinn Sigmundsson þarf vart að kynna en er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins. Við flygil skáldsins verður engin önnur en Anna Guðný Guðmundsdóttir.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði