Kristín, Vigdís, Bergur Ebbi, Gunnar og Gerður Kristný á Gljúfrasteini

Næsti upplestur á aðventunni á Gljúfrasteini verður næstkomandi sunnudag, 8. desember, klukkan 15:00.
Þá koma fimm rithöfundar og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum fyrir gesti:

Kristín Ómarsdóttir - Svanafólkið 
Vigdís Grímsdóttir - Systa  
Bergur Ebbi - Skjáskot  
Gunnar Theódór Eggertsson - Sláturtíð 
Gerður Kristný - Heimskaut 

Hér má finna viðburðinn á Facebook
  
  

Þau lesa á Gljúfrasteini sunnudaginn 8. desember 

18 rithöfundar lesa að þessu sinni upp úr nýjum bókum sínum fyrir gesti í stofunni á Gljúfrasteini. 

 Sá nánar um dagskrá aðventuupplestra hér 

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur er ókeypis.

Til baka í viðburði