Í túninu heima - frítt inn laugardaginn 31. ágúst

Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima.  

Gljúfrasteinn að sumarlagi

Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt laugardaginn 31. ágúst og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima.  
Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið.
Í september næstkomandi eru 15 ár frá því að safnið var opnað. Í nágrenni safnsins eru skemmtilegar gönguleiðir meðal annars upp að Helgufossi. 

Húsið er opið frá kl. 9 - 17. Sjáumst Í túninu heima á Gljúfrasteini á laugardag.

Til baka í viðburði