Fyrstu tónleikar Megasar á Gljúfrasteini

Megas og Kristinn H. Árnason gítarleikari leiða saman hesta sína á fyrstu stofutónleikum sumarsins á Sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní kl. 16.

 

Efnisskráin verður lýrik eftir Laxnes, tónsett af Megasi og flutt af þeim félögum Kristni og honum. Þeir vilja síður gefa upp hvaða textar hafa orðið fyrir valinu því það á að koma á óvart en Megas hefur sneitt hjá þeim textum sem þegar eiga sín ákveðnu lög.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 3. júní til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Til baka í viðburði