Diddú heiðrar minningu Auðar Laxness á stofutónleikum.

Diddú ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur munu heiðra minningu Auðar Laxness á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 29. júlí.

Auður Laxness hefði orðið 100 ára þann 30. júlí og af því tilefni mun Diddú  fara með áhorfendur í ferðalag tengdum utanlandsreisum hjónanna á Gljúfrasteini. Undirleikur verður í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Á efnisskránni má meðal annars finna sönglög eftir Alabieff, Rossini, Sibelius og J. Kern.

Gljúfrasteinn heldur uppá að 100 ár eru nú liðin frá fæðingu Auðar Laxness með veglegri sýningu sem ber yfirskriftina Frjáls í mínu lífi.
Minningarhátíðin hefst mánudaginn 30. júlí á afmælisdegi Auðar og stendur út árið.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði