18 rithöfundar lesa á Gljúfrasteini í desember

Það verður Svanafólk og Sólarhringl, Tilfinningabylting, Hunangsveiði, Sláturtíð og margt fleira í stofunni á Gljúfrasteini í desember. 
 

Átján rithöfundar lesa upp úr nýjum skáldsögum sínum og ljóðabókum á aðventunni.  Fyrsti upplesturinn verður sunnudaginn 1. desember klukkan 15.00, næsti viku síðar eða 8.desember, sá þriðji, 15.desember og sá síðasti er tveimur dögum fyrir jól eða sunnudaginn 22.desember. 

Aðgangur er ókeypis. 

Nánari upplýsingar um aðventuupplesturinn í stofunni á Gljúfrasteini verða birtar hér á vefsíðu safnsins á næstu dögum. 

Til baka í viðburði