Gleraugu Halldórs í móð

16/03 2018

Nokkrir af gestunum sem komu á Gljúfrastein frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði  

,,Þau eru aftur komin í tísku“  sögðu nemendur úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði um gleraugu Halldórs Laxness sem eru í vinnustofu skáldsins að Gljúfrasteini. Gleraugun, stóri glugginn í stofunni, flygillinn og margt fleira vakti athygli unga fólksins sem skoðaði Gljúfrastein í gær og í dag.  Heimsóknin er hluti af námskeiðinu Halldór Laxness – sómamaður í sinni sveit sem kennt er í skólanum.  Um 50 nemendur komu á Gljúfrastein, fengu hljóðleiðsögn um húsið og fóru að því loknu að Laxnesi, æskuheimili skáldsins.