Dánardagur skáldsins

08/02 2024

Í dag er dánardagur Halldórs Laxness, en hann lést 96 ára að aldri þann 8. febrúar 1998. Við nýtum tilefnið til að benda áhugasömum á greinina „Hernaðurinn gegn landinu“ eftir Halldór, sem birtist í Morgunblaðinu á gamlárdag 1970 og kom svo út í bókinni Yfirskygðir staðir árið eftir. Tilefni greinarskrifanna voru hugmyndir á þeim tíma um Norðlingaöldulón í Þjórsárverum og framkvæmdir í Laxá. Halldór lét sig alla tíð varða umhverfismál og náttúruvernd og því við hæfi að minnast hans á þeim nótum.