Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson á stofutónleikum 12. júlí

Magnús Jóhann og Skúli leiða saman hesta sína og leika frumsamin verk Magnúsar í stofunni á Gljúfrasteini

Píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 12. júlí klukkan 16:00.

Magnús og Skúli hafa komið víða við í sinni tónlistarsköpun, sem flytjendur, höfundar og útsetjarar en koma nú saman sem tvíeyki. Þeir munu leika frumsamin verk Magnúsar sem hann samdi sérstaklega fyrir flutning tíveykisins. Þeir hafa einnig hafist handa við hljóðritun á tónlistinni sem flutt verður.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 28. júní til 30. ágúst. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Athugið að ekki er hægt að bjóða uppá tveggja metra pláss á stofutónleikum.

Hér má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar í heid sinni

Til baka í viðburði