Í túninu heima - frítt

30/08 2025

Í tilefni af bæjarhátíðinni Í túninu heima verður frítt inn laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 - 17. Gestum verður boðið að ganga um húsið, skoða sýninguna Skrýtnastur er maður sjálfur sem er í móttökunni á Gljúfrasteini. Um er að ræða örsýningu þar sem getur að líta forvitnileg listaverk, tengd persónu og ímynd Halldórs Laxness. Verkin eru eftir íslenska og erlenda listamenn. Þarna birtist skáldið með augum þeirra, stundum óþekkjanlegur en oftar en ekki þekkjanlegur. Halldór fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955. Í ár eru því 70 ár frá því hann hlaut þessi virtu bókmenntaverðlaun og má sjá vísun í þau tímamót á sýningunni.

Velkomin og gleðilega hátíð!