Annar aðventuupplestur ársins

07/12 2025

Sigríður Hagalín, Natasha S., Fríða Ísberg og Elísa Björg lesa upp.

Á Gljúfrasteini er haldið fast í þá hefð að rithöfundar og þýðendur mæti í stofuna hvern sunnudag í aðventu og lesi upp úr verkum sem komið hafa út á árinu sem er að líða. 

Sunnudaginn 7. desember klukkan 15 munu eftirtaldir höfundar og þýðandi lesa upp:

Elísa Björg Þorsteinsdóttir – Saga af svartri geit (höf. Perumal Murugan)
Fríða Ísberg – Huldukonan  
Natasha S. – Mara kemur í heimsókn  
Sigríður Hagalín Björnsdóttir – Vegur allrar veraldar: skálkasaga 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.